Þýskaland: Bayern Munich og Wolfsburg með sigra

Fimm leikir fóru fram í þýsku Bundesligunni í dag og var þeim að ljúka núna rétt í þessu.

Bayern Munich vann góðan 1-0 sigur á liði Werder Bremen, 1-0 þar sem Thomas Muller skoraði eina mark leiksins.

Wolfsburg vann góðan sigur á Hoffenheim, 4-2 í miklum markaleik og þá gerðu Bayer Leverkusen og Hamburger 0-0 jafntefli.

Úrslit og markaskorara má sjá hér fyrir neðan.

Werder Bremen 0 – 1 Bayern München
0-1 Thomas Müller

Wolfsburg 4 – 2 Hoffenheim
1-0 Max Kruse
2-0 Bas Dost
2-1 Jeremy Toljan
2-2 Jonathan Schmid
3-2 Max Kruse
4-2 Max Kruse

Augsburg 0 – 2 Darmstadt
0-1 Sandro Wagner
0-2 Peter Niemeyer

Hamburger SV 0 – 0 Bayer Leverkusen

Schalke 2- 1 Hertha Berlin
1-0 Benedikt Höwedes
1-1 Salomon Kalou
2-1 Max Meyer


desktop