Tuchel er ekki að flýta sér

Thomas Tuchel, stjóri Borussia Dortmund, er ekki að flýta sér að skrifa undir nýjan samning við félagið.

Tuchel tók við Dortmund árið 2015 en hann á ennþá nóg eftir af sínum samningi og er rólegur.

,,Ég býst við að þeir virði það að ég er ekki góður í samningamálum þegar við erum á miðju tímabili,“ sagði Tuchel.

,,Ég er heilt yfir mjög rólegur yfir þessu öllu saman. Ég er aðeins búinn með helminginn af mínum samningi.“


desktop