Unnu án Alfreðs – Aron Jóhannsson fékk að spila

Augsburg vann góðan sigur á Hamburg SV í þýsku úrvalsdeildinni í dag. Skærasta stjarna liðsins var ekki með.

Alfreð Finnbogason er að glíma við smávægileg meiðsli og gat ekki spilað í dag.

Framherjinn öflugi hefur verið stjarna liðsins á þessu tímabili.

Aron Jóhannsson gæti verið að öðlast nýtt líf hjá Werder Bremen eftir erfiða tíma.

Aron var oftar en ekki utan hóp fyrri hluta tímabilsins en hann kom við sögu í 1-1 jafntefli Werder Bremen gegn Hoffenheim í dag.


desktop