Allardyce: Ég er í besta starfi á Englandi

Nýr landsliðsþjálfari Englands Sam Allardyce er ákveðin að koma liðinu aftur í hæstu hæðir.

„Það er ekkert leyndarmál að þetta er staðan sem mig hefur dreymt um.“ sagði Allardyce.

„Fyrir mér er þetta besta starfið í enskri knattspyrnu. Ég mun gera allt sem ég get til að hjálpa Englandi og gefa aðdáendum árangur sem þeir eiga skilið.“

„Umfram allt munum við gera fólkið og alla þjóðina stolta. Ég veit að við höfum hæfileikaríka leikmenn.“

„Nú er tími fyrir okkur til að sýna það.“

Stóri Sam mun velja sinn fyrsta landsliðshóp í næsta mánuði fyrir vináttuleik þann 1. september.


desktop