Griezmann: Við vorum óheppnir

Antoine Griezmann, framherji franska landsliðsins segir að sitt lið hafi verið mjög óheppið í úrslitaleiknum gegn Portúgal.

Þetta er annar úrslitaleikurinn á aðeins tveimur mánuðum sem Griezmann tapar en hann tapaði fyrir Real Madrid í úrslitaleik Meistaradeildarinnar í maí.

„Við fengum færin til þess að vinna þennan leik en boltinn vildi ekki inn. Við vorum hrikalega óheppnir.“


desktop