Payet: Ég ætlaði mér aldrei að meiða Ronaldo

Dimitri Payet, sóknarmaður franska landsliðsins segist aldrei hafa ætlað að meiða Cristiano Ronaldo, sóknarmann Portúgals.

Ronaldo þurfti að yfirgefa völlinn í fyrri hálfleik í úrslitaleik Evrópumótsins eftir viðskipti sín við Payet en tæklingin var ansi ljót.

„Ég var að reyna að ná til boltans. Ég ætlaði mér aldrei að meiða neinn og finnst mjög leiðinlegt að Ronaldo hafi yfirgefið völlinn.“


desktop