Pepe: Við unnum þetta fyrir Ronaldo

Pepe, varnarmaður Real Madrid og portúgalska landsliðsins segir að liðið hafi unnið Evrópumeistaratitilinn fyrir Cristiano Ronaldo.

Ronaldo þurfti að yfirgefa völlinn í fyrri hálfleik vegna meiðsla og var miður sín vegna þessa.

„Það var erfitt að missa sinn besta mann af velli, við leggjum alltaf mikið traust á hann enda okkar besti leikmaður. Við unnum þetta fyrir hann.“


desktop