Rio Ferdinand vill taka við enska landsliðinu

Fyrrum leikmaður Manchester United Rio Ferdinand vill meina að hann myndi standa sig vel sem landsliðsþjálfari Englands.

Ferdinand var mjög gagnrýnin á liðsval og taktík Roy Hodgson með liðið en hann var rekin eftir tap gegn Íslandi í 16. liða úrslitum EM.

England er því í leit að nýjum þjálfara og hafa nöfn Sam Allardyce, Eddie Howe og Jurgen Klinsmann helst nefnd en Ferdinand hefur nú sagst vera tilbúin til að taka við.

„Það þarf að vera eitthvað skipulag og þú verður að skilja hvað þú vilt að liðið þitt geri.“ sagði Rio Ferdinand.

„Þegar leikmaður er ekki að spila vel sem einstaklingur er mikilvægt að hafa skipulag og heild sem hann getur fallið inní.“

„Þess vegna ætti ég að vera þjálfari liðsins.“

 


desktop