Sissoko: Við komum sterkari til baka

Moussa Sissoko, miðjumaður franska landsliðsins segir að Frakkar muni koma sterkari til baka eftir að hafa tapað fyrir Portúgal í úrslitaleik Evrópumótsins.

Sissoko var besti maður vallarins í fyrri hálfleik en Eder skoraði sigurmark Portúgala í framleningu.

„Við fengum fjölda færa til þess að klára leikinn en svona er þetta stundum í fótbolta. Við komum sterkari til baka.“


desktop