Conte: Vil ekki tjá mig um dómarann

Antonio Conte, stjóri Chelsea, hefur oft verið hressari en í dag eftir 3-2 tap sinna mann gegn Burnley.

Chelsea endaði með níu menn á vellinum en Gary Cahill var rekinn af velli snemma leiks og svo síðar Cesc Fabregas

,,Rauða spjaldið var lykilatriði í leiknum því að spila með tíu eða níu menn er ekki auðvelt,“ sagði Conte.

,,Í síðustu þremur leikjum höfum við endað leikina með tíu menn á vellinum og núna með níu.“

,,Ég held að ég verði að reyna nýtt kerfi sem við getum spilað með tíu eða níu menn til að undirbúa okkur fyrir svona stöðu.“

,,Ég vil ekki tjá mig um dómarann. Við reyndum og reyndum. Þeir börðust í síðari hálfleik.“


desktop