AC Milan undirbýr tilboð í miðjumann United

AC Milan undirbýr nú tilboð í Ander Herrera, miðjumann Manchester United en það er Tuttosport sem greinir frá þessu.

Herrera hefur ekki átt fast sæti í liði United á þessari leiktíð en hann kom til félagsins árið 2014.

Hann er 28 ára gamall en Milan er sagt tilbúið að borga 30 milljónir punda fyrir Spánverjann.

United borgaði 32,4 milljónir punda fyrir hann á sínum tíma en félagið er sagt opið fyrir því að selja hann í sumar.

Herrera hefur byrjað 8 leiki fyrir United í ensku úrvalsdeildinni á þessari leiktíð og þá á hann tvo landsleiki að baki með Spánverjum.


desktop