Ætlar að skutla Gylfa til baka ef víkingaklappið kemur með honum

Stuðningsmenn Everton eru spenntir fyrir því að fá Gylfa Þór Sigurðsson til félagsins.

Allt stefnir í að Gylfi verði leikmaður Everton á allra næstu dögum.

Swansea vill 50 milljónir punda fyrir Gylfa en félögin ræða nú verðið sín á milli.

40 milljóna punda tilboði frá bæði Leicester og Everton var hafnað en Swansea eru harðir á sínu.

Gylfi vildi ekki fara með Swansea í æfingaferð til Bandaríkjanna um helgina þar sem hann vonast eftir því að fara til Everton.

Stuðningsmenn Everton eru mjög spenntir fyrir því að fá Gylfa enda vita þeir að mörk og stoðsendingar fylgja þessum frábæra leikmanni.

,,Ég er mjög spenntur fyrir því að kaupa Gylfa en ef einhver byrjar með þetta íslenska klapp þá keyri ég Gylfa aftur til Swansea,“ skrifar Darren stuðningsmaður Everton á Twitter.

Þar er Darren að ræða um Víkingaklappið sem gerði allt vitlaust á EM í Frakklandi fyrir ári síðan.


desktop