Aguero gæti spilað með City á morgun

Manchester City tekur á móti Stoke City á morgun í ensku úrvalsdeildinni klukkan 14:00.

City hefur farið hrikalega vel af stað á þessari leiktíð og situr í toppsæti ensku úrvalsdeildarinnar með 19 stig, líkt og Manchester United.

Pep Guardiola, stjóri City var mættur á blaðamannafund í dag þar sem hann fór m.a yfir leikinn á morgun.

Stjórinn tilkynnti það að Sergio Aguero, framherji liðsins gæti spilað á morgun en hann rifbeinsbrotnaði í bílsslysi í byrjun landsleikjahlésins.

Aguero gæti því komið við sögu á morgun en flestir voru búnir að reikna með því að leikmaðurinn yrði frá út mánuðinn í það minnsta.


desktop