Aguero með bestu tölfræðina – Gamlar hetjur koma á eftir

Kun Aguero framherji Manchester City er með bestu tölfræði sem leikmaður hefur haft í ensku úrvalsdeildinni þegar kemur að því að skora mörk.

Aguero hefur á ferli sínum með City skorað mark á 106 mínútna fresti.

Harry Kane kemur þar á eftir en hann er með sex mínútum meira á milli marka hjá sér.

Þar á eftir koma gamlar hetjur Thierry Henry, Ruud van Nistelrooy og Luis Suarez.

Tölfræði um þetta er hér að neðan.


desktop