Aguero missti meðvitund í kvöld

Kun Aguero framherji Manchester City missti meðvitund í hálfleik gegn Nígeríu í dag.

Aguero er í landsliðsverkefni en Nígería vann 4-2 sigur í kvöld.

Framherjinn skoraði í leiknum en honum leið ekki vel í hálfleik.

Hann missti meðvitund í klefanum en leikið var í Rússlandi en um var að ræða æfingarleik.

Aguero var fluttur á sjúkrahús í Rússlandi og er þar í skoðun þessa stundina.


desktop