Alan Pardew: Tímabilið okkar í hnotskurn

Chelsea tók á móti WBA í ensku úrvalsdeildinni í kvöld en leiknum lauk með 3-0 sigri heimamanna.

Eden Hazard kom Chelsea yfir um miðjan fyrri hálfleikinn og staðan því 1-0 í leikhléi.

Victor Moses tvöfaldaði forystu heimamanna á 63. mínútu og Hazard gerði svo út um leikinn með glæsilegu marki á 71. mínútu og lokatölur því 3-0 fyrir Chelsea.

Alan Pardew, stjóri WBA var svekktur með úrslitin og fannst að sínir menn hefðu átt að skora í leiknum.

„Þegar að þú ert að spila á móti bestu liðunum þá verðuru að nýta færin sem þú færð og það gerðum við ekki í kvöld,“ sagði Pardew.

„Við fengum þrjú mjög góð færi til þess að skora en það tókst ekki og þegar að þeir skora annað markið þá fengu þeir auka sjálfstraust. Það var slæmt að missa Sturridge snemma leiks en þessi leikur súmmerar upp tímabilið hjá okkur.“

„Mér fannst við ekki slakir í kvöld en við bara náum ekki að skora og þannig hefur tímabilið verið hjá okkur. Ég vona að Sturridge sé ekki alvarlega meiddur en hann mun ekki spila í FA bikarnum á föstudaginn,“ sagði Pardew að lokum.


desktop