Allt vitlaust í klefanum hjá Arsenal

Leikmenn Arsenal eru komnir með ógeð af því að detta alltaf út í 16 liða úrslitum Meistaradeildarinnar.

Eftir 5-1 tap gegn FC Bayern á miðvikudag varð allt vitlaust í klefanum hjá liðinu.

Samkvæmt enskum blöðum rifust leikmenn þar mjög harkalega og sökuðu hvorna annan um hitt og þetta.

Alex Oxlade-Chamberlain drullaði yfir menn og sagði þá áhugalausa og sakaði menn um að leggja sig ekki nógu mikið fram.

Arsene Wenger stjóri liðsins gæti verið að stýra sínum síðustu leikjum en hann gæti hætt í sumar.


desktop