Amanda Staveley með 300 milljón punda tilboð í Newcastle

Amanda Staveley hefur lagt fram 300 milljón punda tilboð í Newcastle United en þetta fullyrða enskir fjölmiðlar í dag.

Amanda er í forsvari fyrir PCP Capital Partners sem er fjárfestingahópur sem m.a samanstendur af aðkýfingum frá Mið-Austurlöndum.

Mike Ashley, núverandi eigandi félagsins auglýsti það til sölu fyrr í haust en hann vill fá í kringum 300-450 milljónir punda fyrir það.

Stuðningsmenn Newcastle hafa aldrei verið ánægðir með Ashley og fögnuðu þeir ákaft þegar hann tilkynnti það að hann ætlaði sér að selja liðið.

Newcastle situr í ellefta sæti ensku úrvalsdeildarinnar með 14 stig eftir 12 leiki og hefur verið að spila ágætlega á þessari leiktíð.


desktop