Andy Carroll í aðgerð og verður lengi frá

Andy Carroll sóknarmaður West Ham er meiddur og verður frá næstu þrjá mánuðina.

Carroll fór í aðgerð á mánudag vegna meiðsla sem hafa verið hrjá hann.

Carroll var á óskalista Chelsea en félagið ætlar ekki að fá hann vegna meiðsla framherjans.

Carroll hefur verið afar óheppinn með meiðsli á ferli sínum og verður enn á ný frá í lengri tíma.

Framherjinn var að komast í sitt besta form þegar meiðslin fóru að herja á hann.


desktop