Annað félag bauð hærra í Martial en Manchester United – Dreymdi um að fara á Old Trafford

Vadim Vasilyev, varaforseti AS Monaco, hefur staðfest það að félagið hafi fengið enn betra tilboð í Anthony Martial í sumar en frá Manchester United.

Þessi 19 ára gamli leikmaður var eftirsóttur í sumar og gekk á endanum í raðir United fyrir 36 milljónir punda en sú upphæð á eftir að hækka.

,,Það var annað félag sem bauð meira í Martial en United gerði. Ég mun ekki segja hversu há upphæðin var en tilboðið var betra,“ sagði Vasilyev.

,,Þeir buðu okkur líka að hafa hann eitt ár til viðbótar hér í Monaco en strákurinn vildi fara til Manchester United.“

,,Það var draumurinn hans. Við leyfðum honum því að fara,“ bætti Vasilyev við en Martial hefur byrjað frábærlega á Englandi.


desktop