Antonio Conte: Mikilvægt að fá sjálfstraust fyrir leikina sem eru framundan

Chelsea tók á móti WBA í ensku úrvalsdeildinni í kvöld en leiknum lauk með 3-0 sigri heimamanna.

Eden Hazard kom Chelsea yfir um miðjan fyrri hálfleikinn og staðan því 1-0 í leikhléi.

Victor Moses tvöfaldaði forystu heimamanna á 63. mínútu og Hazard gerði svo út um leikinn með glæsilegu marki á 71. mínútu og lokatölur því 3-0 fyrir Chelsea.

Antonio Conte, stjóri Chelsea var sáttur með að liðið sé komið aftur á sigurbraut.

„Það var mjög mikilvægt fyrir okkur að vinna í kvöld og ná í þrjú stig,“ sagði Conte.

„Við vorum búnir að tapa tveimur leikjum í röð, illa og það var mikilvægt fyrir sjálafstraustið að vinna í kvöld. Leikmennirnir fengu góða hvíld fyrir leikinn og það var mikilvægt.“

„Við byrjuðum leikinn ekkert sérstaklega vel þar sem að það var ekki mikið sjálfstraust í liðinu og þeir hefðu getað skorað fyrsta markið. Um leið og við skorum þá tókum við fulla stjórn á leiknum og áttum sigurinn skilið.“

„Það var mikilvægt að vinna í kvöld og fá sjálfstraust fyrir erfiða leiki sem eru framundan hjá okkur í FA-bikarnum og Meistaradeildinni,“ sagði Conte að lokum.


desktop