Aron Einar og félagar töpuðu – Birkir Bjarna byrjaði í jafntefli

Fjöldi leikja fór fram í ensku Championship-deildinni í kvöld og var þeim að ljúka núna rétt í þessu.

Aron Einar Gunnarsson og félagar hans í Cardiff City töpuðu illa fyrir Preston, 3-0 en Aron Einar spilaði allan leikinn fyrir Cardiff.

Birkir Bjarnason var í byrjunarliði Aston Villa sem gerði markalaust jafntefli við Middlesbrough en Birkir var tekinn útaf í hálfleik.

Wolves og Bristol City gerðu svo 3-3 jafntefi en Hörður Björgvin Magnússon sat allan tímann á varamannabekk Bristol í leiknum.


desktop