Aron lagði upp í sigri – Birkir og Hörður á bekknum

Aron Einar Gunnarsson átti flottan leik fyrir Cardiff í dag sem mætti Aston Villa í ensku Championship-deildinni.

Aron Einar var besti leikmaður Cardiff á síðustu leiktíð og lagði hann upp eitt af mörkum liðsins í 3-0 sigri í dag.

Birkir Bjarnason var í hóp hjá Aston Villa en hann kom ekki við sögu í leiknum í dag.

Hörður Björgvin Magnússon þurfti einnig að sætta sig við bekkjarsetu í 2-1 tapi Bristol City gegn Birmingham.


desktop