Arsenal framlengir við þrjá leikmenn

Þeir Eddie Nketiah, Ben Sheaf og Matt Macey hafa allir framlengt samninga sína við Arsenal en þetta var tilkynnt í dag.

Þeir hafa allir spilað fyrir aðallið Arsenal á þessari leiktíð en Nketiah hefur komið við sögu í bæði enska bikarnum og Evópudeildinni á þessari leiktíð.

Macey er er 23 ára gamall markmaður og var í byrjunarliði Arsenal sem mætti Red Star Belgrade í Evrópudeildinni á dögunum.

Sheaf kom við sögu í 1-0 sigri liðsins á Red Star í Evrópudeildinni í síðasta mánuði en þeir eru allir efnilegir leikmenn.

Þeir hafa átt fast sæti í U23 ára liði félagsins og bindur Arsenal miklar vonir við þá alla í framtíðinni.


desktop