Arsenal og Chelsea berjast um Perisic

Ivan Perisic, leikmaður Inter Milan er afar eftirsóttur þessa dagana.

Bæði Arsenal og Chelsea eru sögð áhugasöm um leikmanninn en það er Goal sem greinir frá þessu.

Perisic sjálfur vill spila á Englandi en miðlar á Ítalíu reikna með því að hann fari frá Inter í sumar.

Verðmiðinn á leikmanninum er í kringum 35-40 milljónir evra en bæði Arsenal og Chelsea ættu að ráða við það.


desktop