Arsenal óttast það að missa af Lemar

Arsenal telur að félagið gæti misst af Thomas Lemar kantmanni Monaco. BBC segir frá.

Arsene Wenger vill fá þennan 21 árs kantmann til félagsins í sumar.

Monaco vill hins vegar ekki selja fleiri lykilmenn en þeir hafa misst nokkra í sumar.

Tiemoue Bakayoko fór til Chelsea, Bernarndo Silva til MAnchester City og Benjamin Mendy er að fara til Manchester City. Þá gæti Kylian Mbappe farið.

Arsenal vill fá Lemar til félagsins en félagið ætlar sér þó að halda Alexis Sanchez.


desktop