Arsene Wenger búinn að ákveða framtíð sína

Arsene Wenger, stjóri Arsenal ætlar sér að skrifa undir nýjan samning við félagið í sumar en það er Mirror sem greinir frá þessu.

Samkvæmt miðlinum skiptir það engu máli hvort liðið nái Meistaradeildarsæti eða ekki, hann ætlar sér að sitja áfram.

Stjórinn hefur ekki viljað gefa það formlega út hvað hann ætli sér að gera en hann sagði þá á dögunum, eftir 1-3 ósigur liðsins gegn WBA að hann væri búinn að ákveða sig.

Margir stuðningsmenn Arsenal eru komnir með upp í kok af Wenger og vilja sjá hann taka pokann sinn en svo eru aðrir sem eru hliðhollir stjóranum.

Í leik WBA og Arsenal flaug borði yfir völlinn með skilaboðunum „Wenger Out“ en það er ljóst að það verða skiptar skoðanir á meðal stuðningsmannanna með þessa ákvörðun Wenger.


desktop