Arsene Wenger: Við vorum óheppnir

Arsenal og Manchester City mættust í úrslitum enska Deildarbikarsins í dag en leiknum lauk með 3-0 sigri City.

Það voru þeir Sergio Aguero, Vincent Kompany og David Silva sem skoruðu mörk City í dag og lokatölur því 3-0 eins og áður sagði.

Arsene Wenger, stjóri Arsenal var að vonum svekktur með spilamennsku sinna manna í dag.

„Við fengum fyrsta góða færi leiksins og hefðu átt að skora þar,“ sagði Wenger.

„Síðan gerum við slæm mistök og þeir skora fyrsta markið. Mér fannst við halda vel aftur af þeim í síðari hálfleik en í síðari hálfleik vorum við óheppnir því annað markið þeirra var rangstaða.“

„Manchester City átti hins vegar sigurinn skilinn og ég verð að óska þeim til hamingju. Fólk mun gagnrýna okkur eftir þennan leik og það gerist þegar að þú tapar fótboltaleikjum.“

„Við komumst í úrslitaleikinn, töpuðum og núna þurfum við bara að einbeita okkur að ensku úrvalsdeildinni,“ sagði Wenger að lokum.


desktop