Aubameyang: Pirrandi að fá ekki að spila

Pierre-Emerick Aubameyang, framherji Arsenal er pirraður þessa dagana.

Framherjinn má ekki spila með Arsenal í Evrópudeildinni og það fer í taugarnar á honum.

„Þetta er mjög pirrandi en það er ekkert sem ég get gert í þessu,“ sagði Aubameyang.

„Reglur eru reglur en það pirrar mig að geta ekki hjálpað liðinu,“ sagði hann að lokum.


desktop