Bakayoko: Chelsea er stærsta lið Englands

Tiemoue Bakayoko, nýr leikmaður Chelsea, segist hafa verið að skrifa undir hjá stærsta félagi Englands.

Bakayoko kom til Chelsea frá Monaco á dögunum en hann kostaði bláliða 40 milljónir punda.

,,Ég er ánægður með að vera kominn hingað. Fyrir mér er þetta stærsta lið Englands,“ sagði Bakayoko.

,,Ég vonast til að akfreka frábæra hluti hérna. Ég er mjög stoltur af því að vera kominn.“

,,Chelsea er frábært félag með frábæra sögu og eru Englandsmeistarar. Ég vildi koma til besta lið Englands.“


desktop