Bakayoko getur spilað þrátt fyrir árekstur

Tiemoue Bakayoko, leikmaður Chelsea á Englandi, getur spilað gegn Stoke City á laugardaginn.

Bakayoko lenti í smávægilegum árekstri í vikunni fyrir utan æfingasvæði Chelsea í Cobham.

Sem betur fer slasaðist miðjumaðurinn ekki illa og verður hann klár fyrir leikinn samkvæmt Antonio Conte, stjóra liðsins.

,,Já, Bakayoko er heill. Þetta var smávægilegt slis. Hann er klár í slaginn fyrir leikinn,“ sagði Conte.

Það eru góðar fréttir fyrir Chelsea en Bakayoko hefur staðið sig með prýði í byrjun tímabils.


desktop