Barcelona ætlar að reyna að kaupa Coutinho í janúar

Barceloma er tilbúið til þess að gera nýtt tilboð í Philippe Coutinho í janúar. Þetta staðfestir félagið.

Barcelona reyndi að kaupa Coutinho í sumar og leikmaðurinn vildi ólmur fara til félagsins.

Það gekk hins vegar ekki upp þar sem Liverpool neitaði að selja hann.

,,Við erum klárir í að kaupa Coutinho og aðra leikmenn sem starfsliðið vill fá í janúar,“ sagði Oscar Grau stjórnarformaður Börsunga.

,,Við viljum hafa sem besta mögulega hópinn.“

Ólíklegt er að Liverpool sé tilbúið að selja Coutinho á miðju tímabili.


desktop