Barry útskýrir af hverju Gerrard var sinn erfiðasti andstæðingur

Gareth Barry, miðjumaður WBA gæti náð þeim merka áfanga í kvöld að verða leikjahæsti leikmaður ensku úrvalsdeildarinnar frá upphafi.

Barry kom til WBA í sumar frá Everton en þar áður spilaði hann með Manhchester City og Aston Villa.

Hann hefur nú þegar spilað 632 leiki í ensku úrvalsdeildinni og setur nýtt met í kvöld ef hann spilar eins og áður.

Allan sinn feril hefur hann spilað í ensku úrvalsdeildinni en hann var beðinn um að nefna erfiðasta andstæðing sinn í gegnum tíðina og varð Steven Gerrard, fyrrum fyrirliði Liverpool fyrir valinu.

„Ef ég á að nefna einn þá verð ég að segja Steven Gerrard þegar að hann var á hátindi ferilsins hjá Liverpool. Það var ekki séns að stoppa hann. Hann keyrði hratt á menn í sókninni og varnarlega var hann alltaf mjög ákveðinn og erfiður.“

„Hann hafði allt sem góðir knattspyrnumenn þurfa að hafa. Mér fannst alltaf gríðarlega erfitt að spila ám óti honum enda magnaður leikmaður.“


desktop