Bayern hefur ekki lengur áhuga á Alexis Sanchez

FC Bayern hefur ekki lengur áhuga á Alexis Sanchez sóknarmanni Arsenal.

Bayern er eitt af þeim liðum sem hafa verið orðuð við Sanchez í sumar en hann gæti yfirgefið Arsenal.

Sanchez á eitt ár eftir af samningi sínum og hefur ekki viljað krota undir nýjan samning.

Sanchez hefur sagt að hann vilji spila í Meistaradeild Evrópu og það getur hann ekki hjá Arsenal á næstu leiktíð.

,,Við erum ekki lengur á meðal þeirra sem hafa áhuga,“
sagði Karl-Heinz Rummenigge stjórnarformaður Bayern.

,,Við ásamt þjálfarateyminu erum á því að við þurfum ekki fleiri leikmenn í sóknarleik okkar. Það væri ekki eðlilegt.“


desktop