Bellerin sagður til sölu í sumar

Arsenal er sagt ætla að losa sig við Hector Bellerin bavörð félagsins í sumar.

Bellerin er ekki í miklu uppáhaldi hjá Arsene Wenger þessa dagana samkvæmt frétt Daily Mail.

Þeir eru sagðir hafa rifist á dögunum og gæti Bellerin farið í sumar.

Bellerin er sagður falur fyrir 50 milljónir punda en ljóst er að mörg lið hefðu áhuga á honum.

Bellerin er spænskur bakvörður sem ólst upp hjá Barcelona.


desktop