Bentley bíll Owen fékk að finna fyrir því í vonda veðrinu

Michael Owen, fyrrum leikmaður Liverpool og Manchester United starfar í dag sem sparkspekingur.

Veðrið á Englandi var ekki gott um helgina og snjóaði mikið, víðs vegar á landinu í gær.

Owen ætlaði að vera sniðugur og ákvað að leggja bíl sínum undir tré til þess að reyna koma í veg fyrir að það myndi snjóa á bílinn.

Snjórinn reyndist hins vegar svo mikill og þungur að tréð gaf undan og hafnaði á Bentley bíl leikmannsins.

„Ekki gáfulegt þegar að þú þarft að ná lestinni klukkan 5:30. Hélt ég væri ansi gáfaður að leggja bílnum undir trénu og skýla því frá snjónum,“ sagði Owen á Twitter.


desktop