Besti leikmaður Liverpool á tímabilinu varpar ljósi á framtíð sína

Mohamed Salah, sóknarmaður Liverpool hefur verið besti leikmaður liðsins á þessari leiktíð.

Hann hefur skorað 22 mörk fyrir Liverpool á leiktíðinni, þar af 17 í ensku úrvalsdeildinni sem gerir hann að næst markahæsta leikmanni deildarinnar.

Salah hefur verið sterklega orðaður við Real Madrid að undanförnu en hann kom Liverpool í sumar frá Roma fyrir 36 milljónir punda.

„Ég heyri reglulega sögusagnir um allskonar hluti og ég er í raun hættur að kippa mér upp við þetta,“ sagði Salah á dögunum.

„Mér hefur verið tekið mjög vel hérna hjá Liverpool og hér á ég heima. Ég er mjög ánægður á Anfield og mér líður mjög vel hérna,“ sagði hann að lokum.


desktop