Biðja stuðningsmenn um að hlusta ekki á lygar

Chelsea hefur ekki boðið í varnarmanninn Simon Kjær en þetta kemur fram á heimasíðu Fenerbahce.

Kjær hefur verið orðaður við Chelsea en samkvæmt félaginu er ekkert til í þessum sögusögnum.

,,Það hefur mikið rangt verið birt í fjölmiðlum undanfarið sem segir að Chelsea hafi boðið í Simon Kjær,“ sagði á heimasíðu félagsins.

,,Fenerbahce hefur ekki fengið neitt tilboð í Kjær og að tala um það að hann sé að fara er ekki rétt.“

,,Kjær er ánægður og er mikilvægur partur af liðinu. Við viljum biðja stuðningsmenn um að hundsa svona lygar.“


desktop