Birkir Bjarna fékk mínútur í sigri Aston Villa

Aston Villa tók á móti Birmingham í ensku Championship deildinni í dag en leiknum lauk með 2-0 sigri heimamanna.

Það voru þeir Albert Adomah og Conor Hourihane sem skoruðu mörk Aston Villa og niðurstaðan því 2-0 sigur heimamanna.

Birkir Bjarnason byrjaði á bekknum í dag en kom inná sem varamaður á 84. mínútu.

Aston Villa heldur áfram að klifra upp töfluna og situr nú í öðru sæti deildarinnar með 59 stig.


desktop