Birkir Bjarnason skoraði eftir þrjár mínútur í slátrun á Herði

Birkir Bjarnason miðjumaður Aston Villa byrjar árið heldur betur með látum.

Birkir hefur ekki fengið mörg tækifæri á þessu tímabili en hann mintti rækilega á sig í dag.

Birkir kom inn sem varamaður á 69 mínútu gegn Bristol í dag en Hörður Björgvin Magnússon var tekinn af velli í hálfleik.

Birkir var ekki lengi að koma sér á blað og kom Villa í 4-0 á 72 mínútu leiksins. Villa vann að lokum 5-0 sigur.

Óvíst er hvort Birkir verði leikmaður Villa þegar glugginn lokar í lok janúar en hann gæti farið.


desktop