Birkir lék seinni hálfleikinn í sigri

Birkir Bjarnason miðjumaður Aston Villa byrjaði á meðal varamanna er liðið heimsótti Nottingham Forrest í kvöld.

Scott Hogan skoraði eina mark leiksins og tryggði Aston Villa sigurinn.

Villa er komið í fjórða sæti Championship deildarinnar og er líklegt til þess að fara upp í vor.

Birkir kom inn sem varamaður í hálfleik og átti fína spretti. Óvissa er þó með framtíð Birkis hjá Villa.

Sagt er að Parma á Ítalíu reyni að fá Birki á láni frá Villa.


desktop