Bjóða Sterling nýjan samning og góða launahækkun

Manchester City hefur verið að vinna í því að framlengja samninga sína við lykilmenn.

Nicolat Otamendi gerði það í síðustu viku og í gær var komið að Kevin de Bruyne.

De Bruyne varð launahæsti leikmaður liðsins með því og þénar nú 280 þúsund pund á viku.

Raheem Sterling er næstur í röðinni en kappinn á rúm tvö ár eftir af samningi sínum.

Sterling þénar 180 þúsund pund á viku í dag í föst laun, City vill hækka þá tölu í 220 þúsund pund á viku.

Bónusar myndu einnig hækka og myndi Sterling því vera með í kringum 275 þúsund pund á viku.


desktop