Boða til mótmæla svo Sanchez fari frá Arsenal

Knattspyrnuáhugamenn í Síle eru búnir að boða til mótmæla þar í landi og fara þau fram 1 mars.

Ástæðan er sú að þeir eru orðnir þreyttir á því að sjá Alexis Sanchez bera Arsenal á herðum sér.

Sanchez er besti leikmaður liðsins og er möguleiki á því að hann yfirgefi félagið í sumar.

Sanchez á bara rúmt ár eftir af samningi sínum og er ekkert að gerast í viðræðum um nýjan samning.

7 þúsund manns hafa boðað komu sína á mótmælin í Síle sem voru boðuð eftir 5-1 tap Arsenal gegn FC Bayern á miðvikudag.

,,Fólkið í Síle er orðið þreytt á að horfa á stjörnuna okkar vera eina í því að leggja á sig fyrir liðið,“ segir á viðburðinum.

,,Við viljum ekkert að hann far til Madrid eða aftur til Barcelona. Við viljum bara sjá hann í liði þar sem tíu aðrir leikmenn berjast með honum.“


desktop