Braut hjartað í Gerrard þegar hann fór frá Liverpool

Xabi Alonso miðjumaður FC Bayern er að leggja skóna sína á hilluna eftir helgina.

Alonso hefur átt frábæran feril með Liverpool, Real Madrid og nú Bayern.

Steven Gerrard elskaði að spila með Alonso hjá Liverpool og sendi honum kveðju.

,,Ég vil óska þér til hamingju með þennan áfanga,“ sagði Alonso.

,,Sérstakur ferill, magnaður leikmaður. Fyrir mig sá sem ég naut mest að spila með á ferlinum.“

,,Sá besti að senda boltann sem ég lék með, þú átt skilið allt hrós sem þú færð. Ég öfunda þig af því að vinna HM og deildina á Spáni og Þýskalandi.“

,,Þegar þú fórst þá braustu í mér hjartað, þú átt alltaf sérstakan stað hjá Liverpool.“


desktop