Breytir Everton um nafn á heimavelli sínum? – SoGoodson Park

Eins og flestir vita gekk Everton í gær frá kaupum á Gylfa Þór Sigurðssyni frá Swansea fyrir 45 milljónir punda.

Félagaskiptin eru ein þau stærstu í fótboltanum í sumar en Gylfi er dýrasti leikmaður í sögu Everton.

Gylfi er lang skærasta stjarnan í íslenskum fótbolta í dag og er að komast í hóp bestu leikmanna í sögu Íslands.

Meira:
Gylfi Þór: Þú getur ekki ímyndað þér hversu mikil vitleysa er skrifuð
Gylfi Þór um kaupverðið – Set sjálfur mikla pressu á mig

Henry Birgir Gunnarsson blaðamaður á Fréttablaðinu er með áhugaverðar pælingar á Twitter síðu sinni.

,,Líklegar nafnabreytingar á heimavelli Everton, Gylfagarður, SoGoodson Park,“ skrifar Henry Birgir á Twitter.

Það er spurning hvort þessar hugmyndir frá Henry skili sér í Bítlaborgina.


desktop