Burnley að slátra Chelsea – Baulað á meistarana

Það gengur ekkert hjá Englandsmeisturum Chelsea sem spila þessa stundina við Burnley í ensku úrvalsdeildinni.

Um er að ræða fyrsta leik Chelsea í deildinni á tímabilinu en liðið var óstöðvandi í deildinni á síðustu leiktíð.

Staðan eftir fyrstu 45 mínúturnar á Stamford Bridge er 3-0 fyrir Burnley sem enginn átti von á.

Gary Cahill fékk rautt spjald hjá Chelsea á 14. mínútu leiksins og eftir það hafa Burnley-menn skorað þrjú mörk.

Stemningin er alls ekki góð á Stamford Bridge þessa stundina og var baulað mikið á heimamenn er flautað var til leikhlés.

Stuðningsmenn Chelsea eru að vonum æfir yfir þessari frammistöðu en enginn virðist nenna þessu hjá heimamönnum.


desktop