Burnley vann níu menn Chelsea – Huddersfield með magnaðan sigur

Fimm leikjum var að ljúka í ensku úrvalsdeildinni nú rétt í þessu og var boðið upp á afar athyglisverð úrslit í dag.

Englandsmeistarar Chelsea þurftu að sætta sig við 3-2 tap á heimavelli gegn Burnley sem kemur á óvart.

Gary Cahill var rekinn af velli hjá Chelsea strax í byrjun leiks og Cesc Fabregas svo einnig í síðari hálfleik.

Jóhann Berg Guðmundsson var í byrjunarliði Burnley en var tekinn af velli á 75. mínútu leiksins.

Nýliðar Huddersfield gerðu sér þá lítið fyrir og unnu 3-0 útisigur á Crystal Palace þar sem Steve Mounie gerði tvö mörk.

Wayne Rooney reyndist hetja Everton á sama tíma sem vann 1-0 sigur á Stoke en Rookey gekk í raðir Everton á ný í sumar.

Southampton og Swansea gerðu markalaust jafntefli og West Brom vann 1-0 sigur á Bournemouth.

Chelsea 2-3 Burnley
0-1 Sam Vokes(24′)
0-2 Stephen Ward(39′)
0-3 Sam Vokes(43′)
1-3 Alvaro Morata(69′)
2-3 David Luiz(88′)

Crystal Palace 0-3 Huddersfield
0-1 Joel Ward(sjálfsmark, 23′)
0-2 Steve Mounie(26′)
0-3 Steve Mounie(78′)

Everton 1-0 Stoke
1-0 Wayne Rooney(45′)

West Brom 1-0 Bournemouth
1-0 Ahmed Hegazy(31′)

Southampton 0-0 Swansea


desktop