Byrjunarlið Arsenal og WBA – Sanchez og Lacazette byrja

Arsenal tekur á móti WBA í mánudagsleik ensku úrvalsdeildarinanr í kvöld klukkan 19:00 og eru byrjunarliðin klár.

Heimamenn hafa ekki farið neitt sérstaklega vel af stað í ensku úrvalsdeildinni í ár og sitja í tólfta sæti deildarinnar með 7 stig eftir fyrstu fimm leikina.

WBA hefur hins vegar verið í fínu formi og er í tíunda sæti deildarinnar með 8 stig og getur farið upp í fimmta sætið með sigri í dag.

Byrjunarliðin má sjá hér fyrir neðan.

Arsenal: Cech; Mustafi, Koscielny, Monreal; Elneny, Xhaka; Bellerin, Ramsey, Alexis, Kolasinac; Lacazette.

WBA: Foster; Nyom, Gibbs, Robson-Kanu, Evans, Livermore, Barry, Roodriguez, Krychowiak, Dawson, Hegezi.


desktop