Byrjunarlið Burnley og Southampton – Jóhann Berg á sínum stað

Burnley tekur á móti Southampton í ensku úrvalsdeildinni í dag klukkan 15:00 og eru byrjunarliðin klár.

Burnley situr sem stendur í áttunda sæti deildarinnar með 36 stig en getur skotist upp í sjöunda sæti deildarinnar með stigi hér í dag.

Southampton er í miklu basli í átjánda sæti deildarinnar með 26 stig en getur skotist upp í þrettánda sætið með sigri.

Byrjunarliðin má sjá hér fyrir neðan.

Burnley: Pope, Lowton, Long, Mee, Ward, Lennon, Westwood, Hendrick, Cork, Gudmundsson, Barnes.

Southampton: McCarthy, Cedric, Stephens, Hoedt, Bertrand, Ward-Prowse, Romeu, Lemina, Redmond, Carrillo, Tadic.


desktop