Byrjunarlið Tottenham og APOEL – Dele Alli og Llorente byrja

Tottenham tekur á móti APOEL Nicosia í Meistaradeild Evrópu í kvöld klukkan 19:45 og eru byrjunarliðin klár.

Tottenham er í efsta sæti H-riðils og er öruggt áfram í 16-liða úrslitin en jafntefli eða sigur í kvöld tryggir liðinu efsta sæti riðilsins.

APOEL er í fjórða sætinu og hefur að litla að keppa en Real Madrid og Tottenham eru nú þegar komin áfram í H-riðli.

Tottenham: Vorm (C), Aurier, Sanchez, Foyth, Rose, Winks, Sissoko, Dele, Nkoudou, Son, Llorente.

APOEL: Perez, Lago, Rueda, Ebecilio, Pote, Vinicius, Zahid, Morais, Vouros, Aloneftis, Carlao.


desktop